|
|||||||||||
|
Vefur Leikskólans UST og Reggio starfsaðferðir Þessi
vefur er kennsluvefur í Upplýsinga- og tölvumennt í
Leikskólanum. Hann er hugsaður sem gagnabanki fyrir starfsmenn
til að auðvelda þeim aðgang að upplýsingum
sem finnast á Netinu og geta nýst þeim til framdráttar.
Vefurinn er byggður upp með það að markmiði að starfsmenn tileinki sér „rannsakandi leikskólastarf“ sem kennt er við bæinn Reggio Emilia á Norður-Ítalíu Byrjað
verður á að kenna blogg, á vefskoðara og samskiptaforrit
þannig að starfsmenn geti bjargað sér í sjálfsnámi.
Þeir noti svo sumarið til að afla sér fróðleiks
á vefnum.
Í haust verður svo farið í vefsíðugerð, myndvinnslu og tengingar. Þannig að starfsmenn geti notað vef leikskólans til upplýsinga og samskipta við foreldra. Þá er hér námskrá í tölvu og upplýsingatækni í leikskólanum. Einnig
eru hér tengingar á ýmsa vefi með fræðsluefni
um Project Approach/könnunarnám, hugsmíðahyggju,
fjölgreindarkenningu Howards Gardners og um gildi tvenns konar skilaboða
„Dual Coding Theory“.
Það er ætlan mín að efnið nýtist starfsmönnum til fróðleiks,tölvufærni og undirbúnings fyrir Upplýsinga-, samskipta- og tölvumennt leikskólans. Litið
er til markmiða í Aðalnámskrá
leikskóla Aðalnámskrá grunnskóla og
skólanámskrá
Leikskólans.
© Lilja Ólafsdóttir 15-jan-06
|