|
Kennsluvefur tenglar Reggio Emilia Hér
er sitthvað um Reggio Emilia aðferðina á Ítalíu.
Skoðað og unnið í apríl 2003. Kennsluvefur
um leikskólastarf í Reggio er að finna í krækjunni
hugmyndafræði og skipulag í Reggio.
©
2003 Lilja
Ólafsdóttir
31-may-03
Leikskóla "Í vesturbænum þar sem barnahallir skína" Hver leikskóli hefur valið sér eitt þema, segir Soffía Þorsteinsdóttir, tengt umhverfi leikskólans. Í
vesturbæ er hús Garðar nefnist það. Eðluhópur
í húsið fór og skoðaði það
Útsýnið er yndislegt fjaran blastir við. Út
úr húsi hlaupum við því í Sæborg
búum við (Unnur, Geir Elías, Sigmundur, Sylvía,
Bensi, Ragnheiður, Margrét og Teitur.)
Í GÆR voru opnaðar sýningar í 13 leikskólum í vesturbænum í Reykjavík sem bera yfirskriftina: ,,Vesturbærinn okkar." Munu þær standa yfir í tæpar tvær vikur. Markmiðið er að efla samstarf leikskólanna í vesturbæ og að vekja athygli á þeirri frjóu listsköpun sem blómstrar í leikskólum þar. Hver leikskóli hefur valið sér eitt þema tengt umhverfi leikskólans. Leikskólinn Sæborg hefur sett þau aðalmarkmið í skólanámskrá að vinna með skapandi starf. Við vinnum eftir aðalnámskrá leikskóla, en einnig höfum við valið að vinna í anda stefnu sem kennir sig við bæ á Norður-Ítalíu, Reggio Emilia. Í Reggio er litið á barnið sem hæfileikaríkan og virkan einstakling sem hefur mikið fram að færa. Lögð er áhersla á að barnið noti öll skilningarvit sín eða málin sín hundrað. "Barn hefur 100 mál en er svipt 99" er heiti á ljóði eftir Loris Malaguzzi sem var forsvarmaður Reggio-stefnunnar. Mikil virðing er einnig borin fyrir barninu, vinnu þess og verkum. Kennarinn þarf að taka þátt í samræðum með börnunum og vera góður í að grípa hugmyndir barnanna og skrá. Hann þarf einnig að vera skapandi í hugsun og forvitinn. Í Reggio er talað um umhverfið sem þriðja kennarann. Það á að vera síbreytilegt og bjóða upp á marga valkosti. Leikskólar í Reggio eru líkastir ævintýrahöllum. Þar er unnið markvisst með liti, skugga og ljós. Barnið hefur ótal möguleika á að gera tilraunir og leika með alvöru hluti en ekki eftirlíkingar. Í tengslum við leikskólana í Reggio hefur verið opnuð sérstök þjónustumiðstöð "Re Mida" sem þjónar öllum skólastigum með efni sem fengið er frá hinum og þessum fyrirtækjum og verksmiðjum. Þessi þjónustumiðstöð er verslun með afgangshluti sem henta vel til sköpunar og til að leika með (alvöru hlutir). Það væri mjög gleðilegt og til stórra úrbóta fyrir leikskóla og aðra ef Sorpa á Íslandi gæti komið upp svona stöð. Mikið af hlutum sem koma frá verkstæðum og fyrirtækjum eru fullnýtanlegir áfram. Það þarf ekki að mylja allt og pressa eins og t.d litríkar flísar sem enginn vill lengur eða pípulagnaafganga svo eitthvað sé nefnt.
|