Ormarnir eiga sér sögu og athverf

Forsíða

 

 

Þemaverkefni ormar


Hér er nokkuð skilmerkileg lýsing á ferlinu vef í könnunarnámi og getur nýst kennurum sem eru að byrja að vinna samkvæmt þeirri aðferð. Ég snaraði þessu á íslensku en á vefnum er þetta myndskreytt. Sjá vef . Einnig er lýsing á þemahring í kenningum um Reggio

Þemaverkefni um orma, 4-5 ára börn.

Fyrsta stig:

Mjög mikil rigning og ormar eru um allt, á gangstéttum, á leikvelli og í sandkassa.

Kennari byrjar á því að setja niður vef fyrir sjálfan sig. Fylgist með leik barnanna og það hjálpar honum að skilja að hverju áhugi þeirra beinist.

Hann gerir vef til að átta sig á verkefninu.

Síðan tengir hann vefinn námssviðum.

Þá var kominn tími til að gera vef með börnunum. Þau voru upptekin úti við að finna og tína orma. Kennari hlustar á samræður þeirra um tíma og biður þau svo að segja sér hvað þau viti um orma og hvað þau langi til að vita. Þá býr hann til vef með þeirra orðum og athugasemdum.

Barnavefur ------------------------

Börnin eyða miklum tíma í að hjálpa kennara að finna upplýsingar um orma á tölvunni. Við fundum vefsíðu og þau elskuðu að hlusta á vinalegt tal Wendells orms.

Eftir að hafa safnað saman þessum upplýsingum frá börnunum, skrifar kennarinn bréf til fjölskyldu þeirra. Kennari upplýsir fjölskylduna um áhuga barnanna á ormum og biður um þeirra tillögur um viðfangsefnið, reynslu og upplýsingar sem þeir eru tilbúnir að deila með börnunum. Eitt mjög mikilvægt umræðuefni sem var rætt var hvernig (kvikindið) dýrið lifir. Á fyrri stigum höfðu börnin gert tilraun til að taka orma með sér heim vösum sínum. Við ræddum, að eins og við væri ormur lifandi vera og vildi lifa sínu lífi og gæti ekki lifað í vösum þeirra. Hvar ormar lifðu og hvað þeir ætu var eitt af því sem börnin höfðu mikinn áhuga á.

Foreldrar fá svohljóðandi bréf;

Eins og mörg ykkar eru meðvituð um er ég að vinna nú í sumar (sem er mitt fyrsta sumar) og nýt þess að eyða miklum tíma með börnum ykkar.

Ég er um þessar mundir í kúrsi á Netinu sem heitir „Könnunarnám“ Eftir að hafa hlustað af athygli og fylgst með vinnu barnanna hef ég ákveðið að rannsaka „ORMA“ með börnunum þar sem þau hafa sýnt því mikinn áhuga. Þannig að við höfum leitað að ormum, talað um þá í smáatriðum og jafnvel búið til ormabýli.

Nokkrar spurningar og ummæli barnanna eru:

  • KC _ „Hvers vegna koma þeir ekki upp úr jörðinni“
  • Jayden _ Langar að læra hvernig á að stafa orðið ormur.
  • Kaylee _ „Hvers vegna kitla þeir mig“
  • Madeline _ „Hvers vegna eru þeir undir klettum“
  • Jadzia _ „ORMAR“
  • Jacob _ Leitar að ormum.
  • Millan _ „Mig langar að setja fullt af ormum á stóran klett“

Ég bið ykkur að tala við börnin um ykkar eigin reynslu af ormum. Ég er líka að leita af sérfræðiþekkingu ykkar um orma sem getur hjálpað í okkar vinnu (bráðabirgðavirki) (upplýsingum, bókum, svæði til að skoða, fólk til að tala við, og svo framvegis). Það mun líka vera tækifæri fyrir ykkur að koma og skoða vinnu barnanna að þessu verkefni.

Ég hlakka til að fá stuðning ykkar að þessu verkefni um „ORMA“ Ég mun vera í fríi í næstu viku, en mun koma aftur 31 júlý, áköf í að halda áfram með upplifun okkar Takk fyrir.

Monika Slauenwhite

Upp

Annað stig.

Kennari athugar börnin vel/fylgist vel með börnunum. Ég vinn í leikskóla og við höfum fullt af börnum sem eru ekki vel talandi. Eitt af áhyggjuefnum mínum þegar ég byrjaði á þessu verkefni var hversu fær ég var að láta yngri börnin vera þátttakendur í þessu, sérstaklega í samræðum út í gegnum verkefnið. Fljótlega sá ég að talandi eða ótalandi, skipti ekki máli, öll börnin voru þátttakendur og skiptust á skoðunum hver á sinn hátt. Ég leitaði á Netinu að upplýsingum um orma. Ég fann fullt um orma sem „endurvinna/endurnýta“ (hafði ekki einu sinni hugsað mér að fara þessa leið) Við fundum nokkrar bækur í bókasafni skólans en engar sérstaklega um orma. Þær voru „ Fyrsta athugun mín á náttúrunni“, „ National Geographic“, „Fuglar eta og eta og eta“, „ Hefur þú séð fugla“. Börnin nutu þess að skoða myndir í bókunum og tala hvort við annað um þær. Börnin voru heilluð af ormum sem þau fundu í einni af bókunum. Börnin létu mig vita að þau langaði til að búa til einn slíkan. Mikil umræða fylgdi um efniviðinn sem þyrfti og upplýsingarnar sem safna þyrfti saman til að búa til ormabýli svo sem krukka, garðaúrgangur, sand, dauð lauf, og fleira. Þá spurði ég börnin hvar við gætum fundið þessa hluti og þau sögðu Greenhouse....Hooray....skoðunarferð! Alla daga út í gegn á meðan verkefni okkar varði nutu börnin listar eins og annarrar starfsemi og það virtist sem allt sem þau hugsuðu snerist um orma. Pípuhreinsari, legó, leikdeig, og jafnvel lím snerist í orma á einn eða annan hátt. Ég var brátt þekkt sem „Ormadaman“ og í hvert sinn sem ég kom inn í herbergið, komu jafnvel yngstu börnin hlaupandi og hrópuðu ormar, ormar,ormar.

Skipulag eða undirbúningur fyrir skoðunarferð eða vettvangsferð.

Mikil umræða varð á staðnum áður en við fórum í vettvangsferð að Greenhouse. Ég setti fram spurningar eins og „ hvern getum við talað við um orma“, „ hvaða spurninga ætlið þið að spyrja“, „hvað þurfum við til að gera ormabýlið okkar“, „ hvað þurfum við að taka með okkur í vettvangsferðina“ o.s.frv. Börnin ákváðu að tala við Bonnie (starfsmaður á Greenhouse) Nokkur börn ákváðu að taka fötu og skóflu með til að moka. Þau vildu einnig taka með sér skriffæri og blöð til að skrifa og teikna, svo við bjuggum til nokkrar bækur til að taka með. Á meðan við bjuggum til bækurnar, ræddum við um spurningar sem við myndum spyrja Bonnie eins og „ hvar lifa ormar“, „ hvað eta ormar“ o.s.frv. Ég sendi annað bréf heim með börnunum til að láta foreldra vita um vettvangsferðina okkar.

2. ágúst 2001.

Kæru foreldrar.

Við höfum verið að tala um orma í nokkurn tíma og höfum einnig verið að tína þá af jörðinni. Síða það stytti upp og hitnaði, höfum við átt í erfiðleikum með að finna orma. Ég minntist á það við börnin að ég ætti fullt af ormum í mínum garði og myndoi koma með nokkra á fimmtudaginn 7. ágúst. Ef til vill hafa einhver ykkar aðgang að ormum í kringum hreimili ykkar og væruð tilbúin að leyfa börnunum að koma með hingað til skoðunar. Ég er einnig að skipuleggja vettvangsferð að Greenhouse svo börnin sjái mismunandi tegundir jarðvegs sem ormar lifa í . Jayden álítur að við ættum að setja þá út í vatn með fiskum svo þeir geti synt en K.C. segir að ormar geti ekki synt. Ég er að leyta eftir ykkar aðstoð til að svara áhuga og spurningum barnanna.

Með fyrirfram þakklæti .

Monika Slauenwhite

Upp

Vettvangsferð að Greenhouse

Ég gerði ráðstafanir með Bonnie um fyrirkomulag heimsóknarinnar og sagði henni frá áhuga barnanna. Þegar börnin komu næsta dag voru þau mjög spennt að moka á mismunandi svæðum á útisvæði kringum Greenhouse. Þau spurðu Bonnie nokkurra spurninga og hvert og eitt hafði mikið að segja (jafnvel yngstu börnin voru heilluð) Eitt barnið prófaði að setja orm í munninn til að smakka á honum. Þetta var vissulega öðruvísi skynjun á ormum. Bonnie fór með börnin að safnhaugshrúgum (frá síðasta ári og þessu ári) og sagði þeim hvernig ormar lifðu og hvað þeir éta og líka hvað verður um fæðuna þegar þeir eru búnir að éta hana. Bonnie sagði þeim líka hvað væri best fyrir þau að nota í ormabýlið sitt. Þau söfnuðu þessu efni upp í stóra fötu og fóru svo inn og gerðu meiri skyssur. Ég var mjög ánægð að sjá börnin gera skyssur jafnvel þau yngstu. Næsta dag kom Bonnie með fötuna yfir til okkar og börnin fylltu hana með dauðum laufum af leiksvæðinu. Nú þegar allt efni hafði verið safnað saman vorum við tilbúin að búa til okkar ormabýli.

Eftir að hafa safnað dauðum laufum af leiksvæðinu, forum við aftur að Greenhouse með allt okkar efni og börnin unnu í hópum að því að búa til ormabýli. Þau áttu öll yndislega stund við að moka jarðvegi, safna saman úr öllum fötum og setja það í lögum og blanda það ormum. Efst á toppinn voru sett dauðu laufin frá leiksvæðinu. Ég útskýrði fyrir börnunum að ormar myndu koma upp á toppinn og draga laufin ofan í jaðveginn og éta þau þar. Við töluðum einnig um, eins og sagði í bókinni, að við verðum að setja tilbúið ormabýlið á dimman kaldan stað svo ormarnir myndu trúa að þeir væru enn í jörðinni og þeir myndu vinna vinnu sína eins og venjulega. Við huldum ormabýlið í álpappír og til að halda þeim í myrkri og ég setti þá í íbúðarkjallara í viku.

Það var mjög löng vika. Á hverjum degi þegar börnin spyrja um ormana sína í haugnum og ég minni þau stöðugt á það sem bókin sagði hvernig við plötum ormana og látum þá halda að þeir séu ennþá í kaldri jörðinni. Legó, myndir, snakk, leikdeig, kubbar o.fl. voru aðeins fá dæmi um tengda virkni sem börnin tóku þátt í, í biðvikunni okkar.

Það gekk. Vikan leið og ég fór í íbúðarkjallarann og athugaði ormabýlið. Ég færði það út til barnanna til að fjarlægja álpappírinn. Við vorum efins þegar við litum á safnið og sáum ormaslóðir og lauf niður í jarðveginum og safnhaugnum. „Þeir eta þau“ sagði eitt barnið. Við tókum bókina fram aftur og töluðum um hversu mikilvægir ormarnir væru og vinnan þeirra. Eftir þetta byrjaði eitt barnið að bora í safnhauginn og annað vildi taka hauginn með sér heim. Ég leiðbeindi þeim með að setja ormana aftur á jörðina þar sem við fundum þá. Sum börn samþykktu það ekki í fyrstu, en ég sagði þeim að ormarnir vildu fara aftur ofan í jörðina til fjölskyldu sinnar. Eftir að allir ormarnir voru komnir ofan í jörðina aftur, síndi ég börnunum öll dauðu laufin á jörðinni og útskýrði fyrir þeim að ormarnir myndu draga þau ofan í jörðina og éta þau, eins og í ormabýlinu. Þegar við vorum að grafa ormana heyrði ég eitt barnið segja við annað að það ætlaði að segja stóra bróður sínum allt sem það hafði lært um orma. Ég naut þessa verkefnis mjög mikið og lærði ýmislegt með og af börnunum.

Upp

Þriðja stig:

Á meðan á þessu verkefni stóð tók ég mikið af myndum og skráði spurningar og athugasemdir barnanna til að skrá nám þeirra. Með smá aðstoð frá börnunum bjuggum við til sýningu fyrir þau og foreldra þeirra. Þetta samanstóð af myndum þeirra, leikdeigsormum, bókum, minnisbókum og skyssum, o.fl. Börnin voru mjög hreikin af þessu og höfðu sagt fjölskyldu sinni frá reynslu sinni. Við buðum foreldrum og fjölskyldumeðlimum að koma og þau voru öll mjög hrifin af vinnu barnanna og námi þeirra. Ég gerði skýrslu, þar sem ég hafði í huga nám hvers barns á mismunandi/ýmsum þroskasviðum.

Einstaklings skráning samkvæmt námskrá.

Nafn____________________________________

Fínhreyfifærni

Félags-og tilfinningaþroski Vitsmunaþroski Málþroski Sjálfshjálp
         

Þetta var fyrsta tilraun mín á könnunarnámi og ég verð að viðurkenna að ég var efins að þetta væri hægt með svo ungum börnum. Spurningu var varpað fram og henni svarað, hvert barn var tekið með í reikninginn, margar hendur voru lagðar á plóginn og ég lærði mikið af vinnunni með börnunum. Það að það voru aðeins börn sem hófu verkið og enginn kennari stjórnaði því var mjög gott. Þetta var yndisleg reynsla og ég hef lært mikið af öðru starfsfólki hér. Ég hlakka til að sjá hvert börnin fara/leiða mig næst.

Upp

© Lilja Ólafsdóttir 25-may-03